Emilíana Torrini syngur í kokteilboði 23. apríl 2010 03:00 Emilíana Torrini mun syngja í kokteilboði hjá framleiðandanum Lanette Phillips í Los Angeles. fréttablaðið/gva Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Kynningarpartí fyrir íslenska tónlist verður haldið annað árið í röð á laugardaginn á heimili Lanette Phillips, eins virtasta framleiðanda tónlistarmyndbanda í heiminum, í Los Angeles. Í fyrra var það Jónsi úr Sigur Rós sem var hálfgerður fulltrúi íslenskrar tónlistar í partíinu en í þetta sinn mun Emilíana Torrini sinna því hlutverki. Hún mun taka lagið fyrir gesti, sem margir eru miklir áhrifamenn innan bandaríska tónlistargeirans. „Þetta er framhald af verkefninu sem við byrjuðum á í fyrra. Við gerum safndisk með nýjum útgáfum frá Íslandi sem eru valin af Bandaríkjamönnum sem vinna við verkefnið og hann er sendur á fimm hundruð háskólaútvarpsstöðvar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón. „Við viljum minna á að það er alltaf eitthvað nýtt að koma út á Íslandi.“ Með kokteilboðinu heima hjá Lanette Phillips er vonast til að ná frekari tengslum við þá sem sjá um að koma tónlist að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum. Sambönd framleiðandans Sigurjóns Sighvatssonar, sem er maðurinn á bak við boðið, koma þar að góðum notum. Hann verður þó fjarri góðu gamni á laugardaginn því hann er staddur í Ástralíu að framleiða kvikmynd. Veigar Margeirsson og Atli Örvarsson, sem hafa báðir samið tónlist fyrir bandarískar kvikmyndir, verða aftur á móti á meðal gesta, auk þess sem Svala Björgvinsdóttir tekur sér hugsanlega pásu frá upptökum með hljómsveitinni Steed Lord og kíkir í heimsókn. -fb
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið David Lynch er látinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira