Umfjöllun: Valur lagði baráttuglaðar Blikastelpur Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júlí 2010 21:09 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Stefán Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Valsstúlkur unnu í kvöld 2-1 sigur á Breiðablik í sannkölluðum toppslag en fyrir þennan leik voru þetta liðin í fyrsta og öðru sæti. Valsstúlkur styrkja því stöðu sína á toppnum á meðan Blikastúlkur færa sig niður í þriðja sæti eftir að Þór/KA sigraði sinn leik. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur, þær pressuðu hátt og sóttu frá fyrstu mínútu og var það því verðskuldað þegar Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 15. Mínútu með skalla af fjærstöng eftir góða fyrirgjöf Thelmu Björk Einarsdóttir. Þetta virkaði hinsvegar eins og vítamínssprauta fyrir Blikastúlkur sem vöknuðu við þetta og fóru að spila flottan fótbolta. Þær sköpuðu sér mörg góð færi en náðu ekki að reka endahnútinn í sóknir þeirra. Það reyndist afar dýrt þegar Valsstúlkur skoruðu aftur á 39. mínútu, þar var að verki Dóra María Lárusdóttir eftir góðan sprett upp vinstri kantinn og lagði boltann snyrtilega framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, Blikar sóttu og voru betri aðilinn en Valsstúlkur lágu til baka og beittu hættulegum skyndisóknum. Blikar minnkuðu muninn á 65. mínútu en þá skoraði Anna Birna Þorvarðadóttir með skalla af markteig eftir hornspyrnu Gretu Mjöll Samúelsdóttir. Engin fleiri mörk létu sjá sig en bæði lið fengu þó góð færi til þess, Fanndís Friðriksdóttir og Björk Gunnarsdóttir fengu báðar algjört dauðafæri fyrir sitthvort liðið einar á auðum sjó gegn markmanni en nýttu ekki. Leikurinn endaði því með sigri Vals og styrkja þær stöðu sína á toppnum með þessu, þær hafa nú svigrúm á toppnum með fjögur stig á liðið í öðru sæti og sex stig á Blikastúlkur í þriðja sæti. Valur 2 - 1 Breiðablik 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (15.) 2-0 Dóra María Lárusdóttir (39.) 2-1 Anna Birna Þorvarðardóttir (65.) Áhorfendur: 350 Dómari: Einar Örn Daníelsson Skot (á mark): 11 - 15 (6 - 6) Varin skot: María Björg 5 - 4 Katherine Horn: 4 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 12 - 11 Rangstöður: 2 - 2 Valur (4-2-3-1) María Björg Ágústdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Pála Marie Einarsdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (29. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir) Embla Sigríður Grétarsdóttir Katrín Jónsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Björk Gunnarsdóttir (90. Thelma Ólafsdóttir) Andrea Ýr Gústavsdóttir (76. Katrín Gylfadóttir) Kristín Ýr BjarnadóttirBreiðablik(4-5-1)Katherine Loomis Hekla Pálmadóttir (83. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (90. Hildur Sif Hauksdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira