Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 26. mars 2010 20:51 Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira