Umfjöllun: Snæfell vann í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 26. mars 2010 20:51 Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 í baráttunni gegn Grindavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla eftir 94-95 sigur í háspennuleik í Röstinni. Það var talsverð taugaspenna í báðum liðum í upphafi leiks og leikmönnum gekk illa að gera það sem leikurinn gengur út á - að koma boltanum í körfuna. Það var helst hinn sjóaði Brenton Birmingham sem sýndi eðlilegan leik hjá heimamönnum en hjá gestunum voru fleiri að leggja hönd á plóginn. Það voru talsvert mikil átök undir körfunni og til marks um það var Hlynur Bæringsson Snæfellingur blóðgaður á hálsi eftir um fímm mínútna leik. Hlynur var annars firnasterkur, skoraði góðar körfur og reif niður fráköst eins og venjulega. Brenton var ekki að fara að vinna þennan leik einn og þar sem félagar hans voru ískaldir sigldu Snæfellingar fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 15-23. Brenton skoraði 9 af stigum Grindvíkinga. Það var mikill vandræðagangur á sóknarleik Grindvíkinga og leikmenn virkuðu sem fyrr yfirspenntir. Fundu ekki góð skot og voru að missa boltann klaufalega. Guðlaugur Eyjólfsson kom af bekknum og losaði mesta spennuhnútinn hjá heimamönnum með góðum körfum. Liðið fór síðan að spila pressuvörn sem virkaði vel. Smám saman söxuðu Grindvíkingar á forskot gestanna og þeir náðu að lokum forystunni. Gríðarleg barátta og grimmd var í Grindavíkurliðinu og gestirnir áttu engin svör. Viljinn miklu meiri hjá heimamönnum sem köstuðu sér á alla bolta. Þeir leiddu í leikhléi með tveimur stigum, 42-40. Sigurður Þorvaldsson mætti sjóðheitur til leiks í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir Snæfell. Það var því mikið áfall fyrir gestina er hann fékk sína fjórðu villu þegar aðeins þrjár mínútur voru búnar af þriðja leikhluta. Hann fór samt ekki af velli en tæpri mínútu síðar var hann einnig blóðgaður og neyddist til að hvíla sig. Áföllin héldu áfram að dynja yfir Snæfellinga því Jón Ólafur fékk sína fjórðu villu aðeins mínútu síðar. Við brottfall þessara manna fór allur botn úr sóknarleik gestanna. Grindavík gekk á lagið og var í góðum málum þegar einn leikhluti var eftir, 76-64. Villuvandræðastrákarnir byrjuðu í lokaleikhlutanum og um leið datt Snæfell á ný í gírinn. Þegar munurinn var aðeins fjögur stig, 82-78, var Friðriki, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Sean Burton hafði verið meðvitundarlaus framan af leik en hann vaknaði til lífsins í lokaleikhlutanum. Með hann í fantaformi komst Snæfell aftur yfir, 84-85. Liðin skiptust á að leiða með einu stigi nánast það sem eftir var. Hlynur kom Snæfell í 94-95 þegar 20 sekúndur voru eftir. Guðlaugur klikkaði á skoti er tvær sekúndur voru eftir og þá héldu menn að ballið væri búið. Snæfell missti boltann á afar klaufalegan hátt á nokkrum sekúndubrotum og Grindavík fékk annað tækifæri er sekúnda var eftir. Páll Axel tók erfitt lokaskot en það geigaði. Grindavík-Snæfell 94-95 Grindavík: Brenton Joe Birmingham 26, Ómar Örn Sævarsson 11, Páll Axel Vilbergsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Darrell Flake 10, Arnar Freyr Jónsson 9, Björn Steinar Brynjólfsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Þorleifur Ólafsson 3, Snæfell: Hlynur Bæringsson 24 (15 fráköst), Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Sean Burton 18 (9 stoðsendingar), Martins Berkis 11, Emil Þór Jóhannsson 8, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti