Körfubolti

Hamar vann deildarmeistara KR örugglega í DHL-höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld.
Það var hart barist í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán

Hamar vann þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en spilaði var í DHl-höllinni, heimavelli KR. Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik með Hamar, skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Hamarskonur lögðu grunninn að sigrinum með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 20-9 og komst þar með þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. KR náði aldrei að brúa það bil og það hjálpaði ekki til að stóru leikmenn liðsins voru allir í miklum villuvandræðum.

Kristrún Sigurjónsdóttir átti eins og áður sagði frábæran leik en annars voru margir leikmenn að spila vel í Hamarsliðinu enda var liðið að skora 92 stig á að margra mati besta varnarlið deildarinnar. Sigrún Ámundadóttir var með 18 stig, Julia Demirer var með 16 stig og 13 fráköst og Guðbjörg Sverrisdóttir bætti við 14 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum af bekknum.

Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 20 stig fyrir KR og Jenny Pfeiffer Finora var með 16 stig.



KR-Hamar 79-92 (49-51)

Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 20 (5 fráköst), Jenny Pfeiffer-Finora 16, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 14 (4 fráköst), Margrét Kara Sturludóttir 10 (6 fráköst, 3 varin skot), Signý Hermannsdóttir 7 (5 fráköst, 4 varin skot), Hildur Sigurðardóttir 6 (5 stoðsendingar), Heiðrún Kristmundsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 1, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 1

Stig Hamars: Kristrún Sigurjónsdóttir 27(4 fráköst, 7 stoðsendingar), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 (9 fráköst), Julia Demirer 16 (13 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 varin skot), Guðbjörg Sverrisdóttir 14 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Fanney Lind Guðmundsdóttir 9 (4 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 4, Koren Schram 2, Hafrún Hálfdánardóttir 2 (5 fráköst).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×