Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 11:57 Varnarmálastofnun Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins. Fréttir WikiLeaks Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins.
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira