Núið Charlotte Böving skrifar 2. september 2010 06:00 At leve i nuet er livets teknik Og alle folk gør deres bedste Men halvdelen vælger det nu som gik Og halvdelen vælger det næste Þetta litla ljóðbrot úr kvæði eftir Piet Hein (ef þú þekkir ekki Piet Hein mæli ég með því að þú gúglir hann) er með í kabarett-einleik sem ég er alveg að fara að frumsýna í Iðnó. Þegar ég segi „alveg að fara að" vita allir að ég er að tala í framtíð. Framtíðin er ekki nútíð og ef það er eitthvað sem leikarar eiga mjög erfitt með rétt fyrir frumsýningu, þá er það að vera í núinu. Jafnvel þótt maður viti að leikhús er listgrein núsins! Við lifum á tímum sem gera út á núið. Kannski af því að núið er lúxus-ástand, sem við kunnum varla að njóta? Við erum ýmist föst í fortíð, veltandi okkur upp úr minningum eða að ergja okkur á því sem við hefðum átt að gera eða einhverju sem einhver gerði okkur einhvertíma. Eða við erum komin á flug í framtíðina og höfum áhyggjur af því hvernig allt muni fara. - „Það er bara svo margt sem getur farið úrskeiðis" hugsum við stöðugt. Þetta hlýtur að vera eldgömul eðlishvöt frá tímum þegar við áttum það á hættu að það réðist á okkur ljón, ef í Afríku (!), eða hugsanlega víkingur ef á Íslandi (!). Þessi tilhneiging að ímynda sér alltaf það versta gefur manni tíma til að undirbúa sig, t.d. með því að slípa sverð sitt. Leikarar eru ósjaldan þjakaðir af martröðum fyrir frumsýningu. Dæmigert er t.d. að dreyma að maður standi til hliðar við sviðið og muni ekki stikkorðið til að fara inn á. Og þegar maður ákveður loks að hætta sér á svið man maður ekki textann sinn, er nakinn og fattar að maður á alls ekki að vera í tilteknu leikriti, heldur allt öðru sem löngu er búið að frumsýna. Nakinn og varnarlaus reynir maður að flýja sviðið, en fæturnir færa sig ekki úr stað! Óttinn er versti óvinur núsins. Ætli mér takist að tjóðra hann á næstu dögum, áður en framtíðin verður að nútíð? Svona er svo margt sem maður getur haft áhyggjur af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
At leve i nuet er livets teknik Og alle folk gør deres bedste Men halvdelen vælger det nu som gik Og halvdelen vælger det næste Þetta litla ljóðbrot úr kvæði eftir Piet Hein (ef þú þekkir ekki Piet Hein mæli ég með því að þú gúglir hann) er með í kabarett-einleik sem ég er alveg að fara að frumsýna í Iðnó. Þegar ég segi „alveg að fara að" vita allir að ég er að tala í framtíð. Framtíðin er ekki nútíð og ef það er eitthvað sem leikarar eiga mjög erfitt með rétt fyrir frumsýningu, þá er það að vera í núinu. Jafnvel þótt maður viti að leikhús er listgrein núsins! Við lifum á tímum sem gera út á núið. Kannski af því að núið er lúxus-ástand, sem við kunnum varla að njóta? Við erum ýmist föst í fortíð, veltandi okkur upp úr minningum eða að ergja okkur á því sem við hefðum átt að gera eða einhverju sem einhver gerði okkur einhvertíma. Eða við erum komin á flug í framtíðina og höfum áhyggjur af því hvernig allt muni fara. - „Það er bara svo margt sem getur farið úrskeiðis" hugsum við stöðugt. Þetta hlýtur að vera eldgömul eðlishvöt frá tímum þegar við áttum það á hættu að það réðist á okkur ljón, ef í Afríku (!), eða hugsanlega víkingur ef á Íslandi (!). Þessi tilhneiging að ímynda sér alltaf það versta gefur manni tíma til að undirbúa sig, t.d. með því að slípa sverð sitt. Leikarar eru ósjaldan þjakaðir af martröðum fyrir frumsýningu. Dæmigert er t.d. að dreyma að maður standi til hliðar við sviðið og muni ekki stikkorðið til að fara inn á. Og þegar maður ákveður loks að hætta sér á svið man maður ekki textann sinn, er nakinn og fattar að maður á alls ekki að vera í tilteknu leikriti, heldur allt öðru sem löngu er búið að frumsýna. Nakinn og varnarlaus reynir maður að flýja sviðið, en fæturnir færa sig ekki úr stað! Óttinn er versti óvinur núsins. Ætli mér takist að tjóðra hann á næstu dögum, áður en framtíðin verður að nútíð? Svona er svo margt sem maður getur haft áhyggjur af.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun