Persónukjör til efri deildar Alþingis 1. október 2010 06:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar