KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.
Brynjar Þór Björnsson skoraði 24 stig fyrir KR og Hreggvður Magnússon var með 22 stig. Pavel Ermolinskij vantaði aðeins eitt stig í þrennuna en hann var með 9 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar. sean Cunningham skoraði 20 stig fyrir Tindastól og Dragoljub Kitanovic var með 16 stig.
Tindastólsliðið var búið að vinna þrjá leiki í röð í deild og bikar og byrjaði af miklum krafti. Stólarnir komust í 24-9 og voru 24-11 yfir eftir fyrsta leikhlutann. KR náði að minnka muninn í 37-42 fyrir hálfleik og Brynjar Björrnsson fór síðan í gangí þriðja leikhlutanum og sá til þess með sínum sextán stigum að KR var komið í 74-58 fyrir lokaleikhlutann.
KR-ingar hafa nú unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu og ennfremur þrjá síðustu leiki sína í deildinni. Liðið er í 2. til 3. sæti ásamt Grindavík en Grindvíkingar eiga leik inni á morgun.
KR-Tindastóll 107-88 (37-42)
Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Hreggviður Magnússon 22, Marcus Walker 17, Ólafur Már Ægisson 13, Finnur Atli Magnússon 9, Pavel Ermolinskij 9 (15 frák./12 stoðs.), Matthías Orri Sigurðarson 6, Fannar Ólafsson 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Martin Hermannsson 2.
Stig Tindastóls: Sean Cunningham 20 (8 frák./5 stoðs.), Dragoljub Kitanovic 16 (8 frák./7 stolnir), Friðrik Hreinsson 12, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirsson 7, Hayward Fain 7, Einar Bjarni Einarsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Þorbergur Ólafsson 3, Halldór Halldórsson 2.
