Schumacher: Mótið í Singapúr ævintýri 20. september 2010 15:02 Lewis Hamilton vann flóðlýsta mótið í Singapúr í fyrra á McLaren og sést hér á æfingunni fyrir keppnina í rökkrinu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes telur að Formúlu 1 mótið í Singapúr um næstu helgi verði spennandi viðfangsefni. Schumacher keyrir brautina í fyrsta skipti og liðsfélagi hans Nico Rosberg segir mótið einn af hápunktum keppnistímabilsins. "Mér hefur alltaf þótt gaman að því að læra inn á nýjar brautir og Síngapúr brautin verður spennandi vettvangur", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes á f1.com. "Það eru þrjá ástæður til að hlakka til mótsins. Þetta er ný braut hjá mér, þetta er götu kappakstur og fyrsta mótið mitt í náttmyrkri. Það hefur aldrei verið flókið fyrir mig að keyra nýjar brautir og ég er fljótur að finna taktinn. Við viljum standa okkur vel sem lið og gefum allt í að ná góðum árangri", sagði Schumacher. Rosberg hefur keppt í tvígang á brautinni sem hefur verið notuði tvö síðustu ár. "Stemmningin er frábær og næturkeppni virkar vel, ef maður gætir þess að halda sér á dagtíma í Evrópu. Ég varð annar í mótinu í Singapúr árið 2008. Brautin er skemmtileg og reynir mikið á. Þetta er alvöru götubraut, þröng og afgirt og aldrei tími til að slaka á. Okkur hefur gengið þokkalega í tveimur síðustu mótum og vonandi verðum við áfram í stigasæti í Singapúr", sagði Rosberg.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira