Umfjöllun: Sveinbjörn kláraði HK í frábærum leik Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 25. nóvember 2010 19:41 Heimir Örn var góður í kvöld. Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Akureyri vann magnaðan sigur á HK í N1-deild karla í kvöld, 32-21. Vörn Akureyrar varði frá Daníel Berg Grétarssyni á síðustu sekúndum leiksins. Akureyri er því enn taplaust á toppnum. með fullt hús stiga. Stemningin í Höllinni hefur ekki verið svona góð lengi. Troðfullt hús, allir klöppuðu með og umgjörðin frábær. Akureyringar eru gott fordæmi fyrir önnur félög og stemningin var mögnuð löngu fyrir leik líka. Leikmenn segja allir að það sé skemmtilegast að spila við svona aðstæður, hvort liðið sem þeir eru að spila fyrir. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Staðan var 2-2 eftir eins og hálfa mínútu en svo komst Akureyri í 6-3. HK hafði verið kærulaust í sókninni en Akureyri tók við því kefli. Liðið henti boltanum í það minnsta fimm sinnum frá sér á fyrstu fimmtán mínútunum og munar um minna. Á móti fann Björn sig alls ekki í markinu framan af. Akureyri komst í 11-8 en HK minnkaði muninn í 13-12. Heimamenn sigu aftur fram úr og leiddu 18-14 í hálfleik. Heimir Örn var algjörlega frábær í bæði vörn og sókn og stýrði leik liðsins virkilega vel. Spennan í seinni hálfleik var mögnuð. HK saxaði á forskotið, jafnaði og komst loks yfir í 25-26. Þá voru um fimmtán mínútur eftir. Sókn HK varð betri og betri og Sveinbjörn fann sig ekki eins og í svo mörgum leikjum í vetur. Stefán Uxi Guðnason átti ágæta innkomu en hinu megin varði Björn oft á mikilvægum tímapunktum. Þegar níu mínútur voru eftir fengu Akureyringar tvisvar sinnum tvær mínútur og voru fjórir í tvær mínútur. HK komst þá tveimur mörkum yfir. Sveinbjörn varði svo úr hraðaupphlauði frá Atla Ævari sem var sínum gömlu félögum mjög erfiður í kvöld og Akureyri skoraði. Staðan 28-29 og sex mínútur eftir. Liðin skiptust á að skora þar til Sveinbjörn varði úr horninu og Guðmundur Hólmar jafnaði í 31-31. Þrjár mínútur eftir. Sveinbjörn varði aftur, nú glæsilega þrumuskot frá Ólafi og Akureyri fór í sókn. Geir fiskaði víti og Bjarni skoraði. Tvær mínútur eftir og Akureyri komið aftur yfir. HK tók leikhlé. Ólafur skaut svo en Sveinbjörn sýndi enn og aftur magnaða takta og varði frábærlega. Ótrúlegar vörslur undir lokin hjá Sveinbirni. Akureyri fór í langa sókn en Guðmundur skaut í stöngina. Tuttugu sekúndur lifðu leiks og HK átti aukakast fjórum sekúndum fyrir leikslok. Daníel Berg skaut en vörnin varði og Sveinbjörn í kjölfarið. Ótrúlegur lokasprettur og gríðarleg stemning myndaðist. Magnaður endir á einum besta leik deildarinnar í ár. Heimir Örn Árnason var frábær í liði Akureyrar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann var allt í öllu, lagði upp, skoraði og spilaði frábæra vörn. Bjarki Már var sömuleiðis frábær í liði HK og bar af ásamt Atla.Akureyri - HK 32 - 31 (18-14)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 8 (9), Bjarni Fritzson 7/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (9), Oddur Gretarsson 4 (5), Geir Guðmundsson 3 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 2 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16 (42) 38%, Stefán U. Guðnason 3 (8) 38%.Hraðaupphlaup: 6 (Heimir, Guðmundur, Bjarni, Oddur 2, Guðlaugur, ).Fiskuð víti: 6 (Guðlaugur, Hörður 2, Geir 2, ).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 12/2 (14), Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Daníel Berg Grétarsson 4 (12), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (12), Hörður Másson 2 (6), Hákon Hermannsson 1 (4). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (43/6) 29%),Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki 3, Atli).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira