Vertíðarlok á norsk-íslenskri síld og makríl eru skammt undan. Um svipað leyti í fyrra var síldveiðin að fjara út innan íslenskrar lögsögu en veiðar voru þá stundaðar áfram um skeið í síldarsmugunni og síðan innan norskrar lögsögu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, hjá HB Granda, vonast til þess að hægt verði að stunda veiðar í þrjár til fjórar vikur til viðbótar. Eftirstöðvar kvóta HB Granda eru um 7.500 tonn af síld og rúmlega þúsund tonn af makríl. - shá