fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní 17. júní 2010 05:30 Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Hvað gerðu þingmenn fyrir sumarfríið? Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga. Ekki er að sjá að umræður um breytta starfshætti þingsins hafi skilað sér inn í þingstarfið, í það minnsta var stressið á lokametrunum það sama og oftast áður. Stór mál biðu afgreiðslu; lagafrumvörp um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, um sameiningu og fækkun ráðuneyta, um stjórnlagaþing, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og fleira og fleira. Samkvæmt uppfærðri starfsáætlun þingsins átti þriðjudagur að verða síðasti þingdagur. Það tafðist um einn dag. Í raun náðist ekki samkomulag um þinglok fyrr en á þriðjudagseftirmiðdegi. Það breytti því þó ekki að þingmenn ræddu fram á morgun um hin margvíslegustu mál, voru að til að verða sex um morguninn. Þingfundur hófst á ný klukkan 11 og þá leit út fyrir að samkomulagið væri í uppnámi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kallaði eftir því að dagskrá þingsins yrði breytt og tillaga um að afturkalla aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði tekin á dagskrá. Kveikja þeirrar umræðu var yfirlýsing þýska þingsins um að Ísland færi ekki inn í Evrópusambandið á meðan hér væru stundaðar hvalveiðar. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra upplýsti að staðgengill þýska sendiherrans hefði gengið á hans fund á þriðjudag og lýst þessari skoðun. Eftir nokkurt karp um þjóðhagslegt mikilvægi hvalveiða, þar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir upplýsti meðal annars að útflutningstekjur vegna hvalaafurða hefðu verið 5 þúsund krónur á síðasta ári, var gengið til dagskrár og umræða hófst um Stjórnarráð Íslands. Í þeirri umræðu las Atli Gíslason yfirlýsingu frá honum, Jóni Bjarnasyni og Ásmundi Einari Daðasyni, þess efnis að þeir væru mótfallnir fækkun ráðuneyta, nokkuð sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum og er grunnstefið í tillögum forsætisráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu. Að lokum tókst þó að koma þingmönnum í sumarfrí, en það varir ekki lengi. Í gær féll dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán bankanna. Alþingi kemur saman á ný 24. júní, þar sem sá dómur og afleiðingar hans verða ræddar. Þá verður farið betur yfir pakkann um aðgerðir til stuðnings heimilum. Þing kemur síðan saman á ný 2. september, en nefndastarf hefst í lok ágúst. Þá mun meðal annars þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu skila sinni vinnu, þar sem tekin verður afstaða til þess hvort fyrrum ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira