Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 17:30 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga. Innlendar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga.
Innlendar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira