Vésteinn með blaðamannafundinn í eldhúsinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 19:00 Helga Margrét og Vésteinn (í gegnum netið) á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Valli Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn. Innlendar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Vésteinn Hafsteinsson hefur tekið að sér að vera nýr umboðsmaður sjöþrautarkonunnar Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og mun hann sjá um stjórnun á þjálfun hennar í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Ný yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut og munu hann og Vésteinn stjórna þjálfun bronsverðlaunahafans frá HM unglinga í sumar. „Það má kalla þetta ýmislegt. Agne verður aðalþjálfari og skipuleggur þjálfunina með mér. Svo komum við til með að fá fleiri inn í þetta til að fá sem mest út úr þessu. Hann stjórnar ferlinum sem yfirþjálfari en mitt hlutverk er tengt því að ég er Íslendingur og bý á sama stað og Agne. Við erum góðir kunningar, vinnum mikið saman og höfum gert það í tvö ár," sagði Vésteinn á blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt. „Við Agne náum vel til hvors annars. Mitt hlutverk er þá að stjórna öllu verkefninum frá A til Ö í samvinnu við Frey (Ólafsson, formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns), Agne og Guðmund Hólmar (Jónsson, sér um dalglega þjálfun Helgu)," útskýrir Vésteinn. „Ég byggi það á minni reynslu frá því að vera með Gerd Kanter og hvernig Agne hefur gert það með Carolinu Klüft. Það eru ansi margir hlutir sem þurfa að vera í lagi til þess að þetta gangi upp. Ég kem að þessu út af minni reynslu sem og að ég er Íslendingur," sagði Vésteinn. „Einn hluti af því er að koma Helgu á framfæri á mót og skipulagning á því sem og að taka ákvörðun um rétt mót. Síðan kemur líka að því ákveða hvenær á að fara í æfingabúðir og annað. Það er meira á minni könnu en Agne sér meira um þjálfunina sem slíka. Við vinnum þetta allt í sameiningu og við vorum bara að byrja í þessari viku," sagði Vésteinn og nútímatæknin verður notuð mikið á meðan Helga Margrét er búsett á Íslandi. Vésteinn tók sem dæmi þátt í blaðamannafundinum í Laugardalnum í dag þrátt fyrir að vera allt annars staðar á hnettinum. „Ég hef verið að þjálfa menn út um allan heim án þess að vera þjálfa þá dags daglega á æfingum. Ég þjálfa þá í gegnum netið og nútímatækni. Við erum sem dæmi að halda fréttamannafund núna og ég sit í eldhúsinu mínu út í Svíþjóð. Það er ósköp svipað og ég hef verið að gera undanfarin ár," segir Vésteinn sem hefur mikla trú á Helgu. „Helga er ung og efnileg. Hún er fyrsti Íslendingur til þess að ná í verðlaun á heimsmeistaramóti unglinga. Þar var hún þriðja besta í heimi í sínum aldursflokki. Hún lítur því mjög vel út. Það er samt mjög erfitt að verða bestu í heimi í frjálsum íþróttum og það skiptir engu máli í hvaða grein það er," segir Vésteinn um Helgu Margréti. „Hún hefur framtíðina fyrir sér og hefur mjög mikla hæfileika á öllum sviðum, líkamlega, andlega og tæknilega bæði að okkar mati og annara. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með undanfarin tvö ár og ég ber miklar væntingar til hennar en ég vil samt að hún fari rólega. Hún hefur verið í meiðslum í langan tíma og hefur því ekki náð alveg út úr sér það sem hún hefði getað," sagði Vésteinn.
Innlendar Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira