Aðstæður gjörbreyttar 20. maí 2010 05:00 Katrín Júlíusdóttir „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira