Ivica Olic, leikmaður Bayern München, verður frá næstu sex mánuðina þar sem hann er með sködduð liðbönd í hné.
Olic hefur átt í vandræðum með hnéð síðan að tímabilið hófst í þýsku úrvalsdeildinni en meiðslin urðu verri um helgina.
Hann mun nú fljúga til Bandaríkjanna þar sem hann fer í aðgerð hjá Richard Steadman, lækninum sem hefur annast margar íþróttastjörnur í gegnum tíðina, til að mynda Owen Hargreaves og Michael Owen.
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mig," sagði Steadman í samtali við þýska fjölmiðla. „Ég var að vonast til að haldið áfram að bæta mig og spilað enn betur en ég gerði á síðasta tímabili."
Olic er ekki sá eini í liði Bayern sem á við meiðsli að stríða en Arjen Robben, Franck Ribery, Mark van Bommel og Miroslav Klose eru allir frá vegna meiðsla eins og er.
