Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði 2. desember 2010 06:00 Ofan af Lyngdalsheiði Beinn og breiður vegur liggur nú af Lyngdalsheiði inn í friðlandið á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir ökumenn gleyma að draga úr hraðanum þegar komið sé inn á Gjábakkaveg.Mynd/Einar Sæmundsen „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Nýr vegur yfir Lyngdalsheiði var tekinn í notkun í haust. Í stað þess að beygt væri af þeim vegi á gatnamótum inn á Gjábakkaveg sem liggur inn í friðlandið eru vegirnir tveir nú í beinu framhaldi hvor af öðrum. „Vegir beggja vegna þjóðgarðsins bera 90 kílómetra hraða og greinilegt er að bílstjórar þurfa að stilla sig þegar í þjóðgarðinn kemur og aka þar á löglegum 50 kílómetra hraða. Vegurinn gegnum þjóðgarðinn er mjög mjór og hlykkjóttur og útsýni afar takmarkað af hrauni og kjarri. Jafnframt þessu eru nokkur útskot og útsýnisstaðir þröngir og þar leynast bílar og fólk á ferli. Lítið þarf því út af að bera til að slys verði á veginum,“ segir Ólafur, sem kveður mestu hættuna vera austanmegin, í nágrenni Hrafnagjár. Ólafur Örn Haraldsson Vegagerðin og Þingvallanefnd hafa að sögn Ólafs með sér náið samstarf um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í þjóðgarðunum. Hann segir að gripið verði til margvíslegra ráðstafana í því skyni næsta vor. Ólafur bendir á að kyrrð og friðsæld sé meðal þess sem eftirsóknarverðast sé í þjóðgarðinum. „Nú hafa orðið mikil umskipti þegar umferðin er mest í gegnum hann, ekki síst um helgar, en einmitt þá er flest fólk í þjóðgarðinum og vill njóta einstakrar náttúrufegurðar umhverfis Þingvallavatn,“ segir hann. Gerð nýja vegarins um Lyngdalsheiði var nokkuð umdeild þegar hann var í undirbúningi. Vísindamenn bentu á hættu á mengun frá umferð sem smám saman myndi leita út í Þingvallavatn. „Það drægi enn frekar úr gæðum vatnsins en verulega hefur dregið úr tærleika vatnsins á undanförnum árum. Mengun frá umferð eykst með auknum hraða og er því enn ríkari ástæða til að ekið sé á löglegum hrað um þjóðgarðinn,“ segir þjóðgarðsvörður. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira