SkjárEinn bauð til heljarinnar jólaveislu á veitingahúsinu Cafe Oliver, sem staðsett er beint á móti Jólaþorpinu á Laugavegi, í gærkvöldi. Stöðin bauð gestum og gangandi upp á heitt jólaglögg, kakó og piparkökur.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum spjölluðu sjónvarpsstjörnurnar Karl Berndsen, Hrefna Rósa, Tobba Marinós og Sölvi Tryggvason við gesti á milli þess sem þær árituðu bækur.
Það leiddist engum í þessu jólaglöggi
