Ný stjórnarskrá, til hvers? Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2010 14:12 Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun