Ný stjórnarskrá, til hvers? Þorvaldur Gylfason skrifar 22. nóvember 2010 14:12 Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna á stjórnarskráin að vera í fyrstu persónu fleirtölu: það er þjóðin, sem talar. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Hrunið land þarf að byrja með hreint borð. Ég legg til, að ný stjórnarskrá lýðveldisins hefjist á þessum orðum: „Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, lýðræði, mannréttindi, réttlæti og velferð og efla friðsæld, innviði og öryggi lýðveldisins okkur sjálfum til heilla og afkomendum okkar. Öllum Íslendingum ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins." Meginefni stjórnarskrárinnar er útfærsla á þeim grundvallarhugsjónum, sem upphafsorðin lýsa. Við þurfum aðTreysta þrískiptingu framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds með því að treysta Alþingi og dómstólana gagnvart framkvæmdarvaldinu og draga úr veldi stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka.Fækka þingmönnum og ráðherrum, svo að þjóðin vandi betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna.Efla lýðræði með því að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og gera landið að einu kjördæmi.Setja ákvæði um varnir gegn spillingu, skipun embættismanna, upplýsingaskyldu stjórnvalda, stjórnmálaflokka, starfsemi þeirra og fjárreiður til að girða fyrir frekari sjálftöku stjórnmálastéttarinnar í eiginhagsmunaskyni.Tryggja ótvíræð yfirráð ríkisins, það er þjóðarinnar, yfir auðlindum sínum í samræmi við hina alþjóðlegu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Við þurfum lengri og rækilegri stjórnarskrá en þá, sem þjóðin setti sér á Þingvöllum 1944. Það er álitamál, hvort okkur dugir að endurbæta núverandi stjórnarskrá eða skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni. Ég hallast af hagnýtum ástæðum að fyrri kostinum. Mestu skiptir, að stjórnlagaþingið komi sér saman um nýja og betri stjórnarskrá og fái Alþingi til að bera hana óbreytta og athugasemdalaust undir þjóðaratkvæði, enda er Alþingi sjálft vanhæft til að fjalla um fækkun þingmanna og ýmis önnur atriði í nýrri stjórnarskrá.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar