Við tryggjum ekki eftir á Össur Skarphéðinsson skrifar 11. október 2010 06:00 Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég hef sem utanríkisráðherra lagt mikla áherslu á að samtök þeirra, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta gagnvart samningnum um aðild að Evrópusambandinu, komi ríkulega að undirbúningi hans. Þeir sem best þekkja einstaka málaflokka eru líklegastir til að skilja best hagsmuni og möguleika sinna atvinnugreina. Þannig verður því samningurinn bestur fyrir alla. Fulltrúar einstakra atvinnugreina verða að taka þann möguleika inn í sína reikninga að aðild verði að lokum samþykkt. Þá er eins gott að samningurinn verði sem bestur fyrir hag þeirra umbjóðenda. Þessvegna ríður á fyrir hagsmuni einstakra samtaka, að við höfum sjálfstraust og innri styrk til að vinna saman til að gagnast Íslandi sem best. Það gildir um bændur jafnt sem aðra. Við tryggjum ekki eftir á. Fyrir einstakar atvinnugreinar er óráð að lifa í þeirri trú að samningarnir verði dregnir til baka, þeim frestað, eða hætt við þá. Það verður ekki gert. Fyrir því er hvorki meirihluti á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Það myndi laska ímynd Íslands enn frekar og væri andstætt hagsmunum þjóðar sem er að leita að leiðum til að brjótast úr miklum erfiðleikum. Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu. Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun