Að mótmæla – eða mæla með 11. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um Icesave Sú staða sem upp er komin í Icesave-málinu getur orðið þjóðinni afar erfið. Það er auðvelt að hrópa „Vér mótmælum allir" eins og formaður Sjálfstæðisflokksins gerði á laugardag. Eftir stendur á hinn bóginn að forystumenn Sjálfstæðisflokksins gáfu endurteknar yfirlýsingar um að ríkið myndi standa að baki Tryggingasjóði innstæðueigenda fyrir bankahrun. Allt frá hruni hafa allar ríkisstjórnir ítrekað lýst vilja til að semja um lausn þessa máls. Í því hlýtur að felast að allir flokkar geti sammælst um einhver lágmarks viðmið samninga sem hægt sé að setja fram sameiginlega við viðsemjendur okkar, jafnvel þótt hin lagalega skuldbinding sé áfram háð fyrirvara. Það verður aldrei samstaða um að skella landinu í lás og neita að semja fyrr en dómstólar hafi kveðið upp úr um hina lagalegu skuldbindingu. Slík aðferðafræði felur í sér fráhvarf frá 15 mánaða tilraunum allra ábyrgra stjórnmálaafla til úrlausnar málsins í sátt við önnur lönd og setur íslenskt efnahagslíf í óbærilega stöðu. Við gæti tekið langdregið þóf lagalegrar þrætubókarfræði, á sama tíma og lánafyrirgreiðsla og fjármögnunarkostir fyrirtækja verða í uppnámi. Lánshæfismat ríkisins yrði í ruslflokki og við myndum því festast í hringrás hárra stýrivaxta, lágra launa, mikils atvinnuleysis og viðvarandi þrýstings á gengi krónunnar. Fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum myndu flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. Sundurlyndi hefur áður leikið Íslendinga grátt. Okkur hefur sannarlega mistekist að skapa víðtæka sátt um niðurstöðu í þessu máli. Eftir stendur að nú er mikið í húfi. Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn sem eru til í að mæla á móti. Við þurfum þvert á móti stjórnmálamenn sem treysta sér til að mæla með - mæla með samstöðu um samkomulag sem virðir ítrekuð fyrirheit íslenskra stjórnvalda til annarra ríkja um ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðsins, með þeim bestu skilmálum sem hægt er að fá. Er það ekki verðugt verkefni? Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun