Bjarni Karlsson: Íslenska undrið 19. maí 2010 09:31 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun