Skuldir Ólafar Nordal Sjálfstæðisflokki og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, sem námu 113 milljónum króna árið 2007 eru tilkomnar vegna fasteignakaupa.
Getið er um skuldirnar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Í yfirlýsingu rekja þau fasteignaviðskipti sín sem hlutust af búferlaflutningum til Egilsstaða 2004 og breyttum högum á ný vegna kjörs Ólafar á þing 2007.
Segja þau allar lánveitingar vera með veðum í góðum fasteignum og verðmat þeirra hærra en samanlögð lán sem komi fram í skýrslunni. Taka þau fram að engar lánveitingar hafi komið til vegna hlutabréfakaupa eða til eignarhaldsfélaga á þeirra vegum.- bþs