Stjórnvöld geirnegli áætlun 30. nóvember 2010 06:00 Rætt um sáttmálann hinn fyrri Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. fréttablaðið/anton Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira