Webber og Vettel spenntir fyrir Spa 24. ágúst 2010 11:44 Mark Webber á Red Bull er í forystu í stigamótinu. Mynd: Getty Images Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakki til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. "Ég held að það sé ekki neinn ökumaður sem ekki hlakkar til Spa. Þetta er ótrúleg braut að keyra og ég geri ráð fyrir að okkur gangi vel á brautinni. Ég veit ekki hvort það gengur eins vel og í Ungverjalandi, en lið okkar er tilbúið", sagði Webber í frétt á autosport.com. Webber er með 161 stig í stigamóti ökumanna, Lewis Hamilton er með 158, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Fernando Alonso 141. Þessi ökumenn eiga langmestu möguleikanna á meistaratitlinum þegar sjö mót eru eftir. Félagi Webbers, Vettel hjá Red Bull leiddi síðustu keppni, þar til hann gerði mistök fyrir aftan öryggsibílinn og Webber nýtti sér það til fullnustu. "Ég elska Spa og þarna eru margar af bestu beygjunum í Formúlu 1. Við vorum samkeppnisfærir í fyrra, en töpuðum í tímatökunni. Veikleiki okkar er á beinu köflunum og í brekkunum, en ég er samt sem áður bjartsýnn á gott gengi", sagði Vettel. Kimi Raikkönen á Ferrari vann mótið á Spa brautinni í fyrra, en Giancarlo Fisichella á Force India náði óvænt öðru sæti, eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira