Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna 4. desember 2010 04:45 Þórólfur Matthíasson Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira