NBA í nótt: Enn tapar Detroit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2010 11:00 Rodney Stuckey og Richard Hamilton í leiknum í nótt. Mynd/AP Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum. NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Detroit tapaði í nótt sínum tólfta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið tapaði fyrir Philadelphia, 104-94. Liðinu hefur ekki gengið verr síðan í apríl árið 1994 og var þjálfari liðsins, John Kuester, ekki ánægður með sína menn. „Það olli mér miklum vonbrigðum að sjá að menn virtust ekki leggja allt í þetta, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði hann. „Við sýndum svo smá lit í seinni hálfleik en það var allt of seint." Allen Iverson gat ekki leikið með Philadelphia vegna meiðsla en hann lék um tíma með Detroit á síðasta tímabili. Philadelphia var strax með sextán stiga forystu, 26-10, eftir fyrsta leikhluta og bætti tíu stigum við þá forystu í öðrum leikhluta. Detroit náði svo aldrei að ógna forystu gestanna að ráði í síðari hálfleik. Elton Brand var stigahæstur hjá Philadelphia með 25 stig en þeir Andre Iguodala og Samuel Dalembert komu næstir með sextán stig hvor. Ben Gordon skoraði 20 stig fyrir Detroit og Carlos Villanueva nítján. Byrjunarliðsmennirnir skoruðu ekki nema 34 stig fyrir liðið allan leikinn. Orlando vann Atlanta, 113-81, þar sem JJ Redick skoraði sautján stig í fjarveru Vince Carter. Oklahoma City vann Indiana, 108-102. Kevin Durant skoraði 40 stig fyrir Oklahoma City sem vann sinn sjöunda sigur í síðustu níu leikjum. Charlotte vann Memphis, 89-87. Gerald Wallace tryggði sínum mönnum sigurinn í blálokinn er hann blakaði boltanum í körfuna efti rað Raymond Felton hafði reynt skot að körfunni. Chicago vann Minnesota, 110-96. Joakim Noah skoraði 20 stig og tók níu fráköst og þá var Kirk Hinrich með 20 stig og sjö stoðsendingar fyrir Chicago. Utah vann Dallas, 111-93. Deron Williams skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Utah og þá var Carlos Boozer með fimmtán stig. Houston vann New York, 105-96. Luis Scola skoraði 23 stig og Aaron Brooks 20. Sacramento vann Denver, 102-100, þar sem Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru til leiksloka. Hann skoraði alls 27 stig í leiknum.
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira