Meirihluti efnaða fólksins Sóley Tómasdóttir skrifar 8. desember 2010 06:00 Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu. Hvort sem fólki líkar betur eða verr þarf bæði að skera niður útgjöld og afla meiri tekna. Félagshyggja snýst um að verja grunnþjónustuna og þá sem hennar njóta en ekki síður það fólk sem minnst hefur milli handanna. En ekki leið meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Sá meirihluti hefur valið að hlífa þeim efnuðu þess í stað. Reykjavíkurborg má hækka útsvarið um 0,25% og gæti aflað 713 milljóna króna. Í stað þess að fullnýta þessa heimild ákvað meirihluti borgarstjórnar að hækka útsvarið um 0,17% og afla 495 milljóna króna. Það þýðir að hver borgarbúi greiðir 170 krónur aukalega fyrir hverjar 100.000 krónur sem hann aflar. Meirihlutinn kýs sumsé að afla ekki 228 milljóna gegnum tekjutengt skattkerfi þótt heimild sé til. Hinsvegar á að sækja þessa peninga með því að hækka gjaldskrár um tugi prósenta en þær hækkanir leggjast þyngst á barnafjölskyldur. Gjaldskrárhækkanir sem varða þjónustu við börn, þ.e. leikskólagjöld, skólamáltíðir og frístundaheimili munu afla borginni 227 milljóna - eða einni milljón minna en fullnýtt útsvar hefði gert. Í stað þess að afla þessara tekna með 80 krónum á hvern 100.000 kall eins og skattkerfið býður upp á velur meirihlutinn að innheimta tekjurnar af barnafjölskyldum einum og algerlega óháð efnahag. Þannig munu foreldrar með tvö börn í 1.-4. bekk grunnskóla greiða tæplega 9.400 krónum meira á mánuði en áður fyrir skólamáltíðir og frístundaheimili. Sama hvort foreldrarnir eru í sambúð eða einstæðir, og sama hvort þeir eru með 300.000 eða 2.000.000 króna í mánaðartekjur. Fyrrnefndi hópurinn hefði greitt 240 krónur aukalega gegnum útsvarið en sá síðarnefndi 1.600 krónur á mánuði. Meirihluti sem kýs að fara þessa leið er ekki meirihluti jöfnuðar eða mannúðar. Hann byggir ekki á þeirri samfélagssýn að sameiginlega grunnþjónustu eigi að greiða úr sameiginlegum sjóðum. Væri hann það raunverulega hefði hann mætt aukinni tekjuþörf borgarinnar gegnum þá tekjuöflunarleið sem tryggir að fólk greiði í samræmi við efni í stað þess að láta barnafólk borga brúsann. Meirihlutinn sendir börnunum reikninginn í stað þess að jafna kjörin.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun