Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni Sigríður Mogensen skrifar 13. desember 2010 18:30 Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið." Icesave Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið."
Icesave Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira