Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 13:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur. Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur.
Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira