Fjórir geta orðið meistarar í lokamótinu 8. nóvember 2010 10:49 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fjórir ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 eftir mótið í Brasilíu í gær, en lokamótið verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Fernando Alonso, Mark Webber og Sebastian Vettel eiga mesta möguleika á meistaratitlinum, en Lewis Hamilton á tölfræðilega möguleika, en eigi hann að ná titilinum þarf hann að vinna lokamótið og þremenningunum að ganga illa. Alonso er með 246 stig, Webber 238 og Vettel 231, en Hamilton 222. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 15, fjórða 12, fimmta 10 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Það er hægt að reikna dæmið á fjölmargan hátt, en ef tekið er mið af gengi kappanna í titilslagnum í gær og reiknað með að þeir berjist um sigur í lokamótinu, þá lítur dæmið svona út. Ef Vettel vinnur lokamótið og Webber verður í öðru sæti verða báðir með 256 stig og Alonso nægir þá fjórða sætið til að verða meistari, því hann fengi 258 stig. Ef Webber vinnur lokamótið, þá verður Alonso að ná öðru sæti til að verða meistari. Webber fengi þá 263 stig og Alonso 264. Svo geta allir ökumennirnir orðir jafnir með 256 stig, ef Vettel vinnur, Webber verður annar og Alonso verður í fimmta sæti. Þá tapar Webber fyrir Vettel á færri sigrum í mótun og Vettel verður meistari af því hann hefur oftar náð fjórða sæti en Alonso. Svo er í raun aldrei að vita hvað gerist í mótinu, menn geta fallið úr leik vegna bilanna eða mistaka og Hamilton gæti orðið meistari, ef keppinautum hans gengur öllum miður vel. Hamilton verður altént að vinna mótið til að verða meistari og fá 25 stig og fer í 247. Alonso má þá ekki fá stig og verður áfram með 246, Webber verður að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki verða ofar en í þriðja sæti eigi Hamilton að verða meistari.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira