Borgarbúar refsa hrunflokkunum 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj / Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj /
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira