Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 22:14 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi. Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira