Eyjólfur: Við erum ekki búnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 22:14 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U-21 liðs karla var vitanlega hæstánægður eftir 4-2 samanlagðan sigur á Skotum og sætið í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári. „Við unnum báða þessa leiki 2-1 og voru heilt yfir betri aðilinn. Það var mikið undir í þessum leik í kvöld og var það greinilegt. Hann var slakur og menn voru taugaveiklaðir. Ég er þó feginn að við náðum að snúa því við í seinni hálfleik og klára verkefnið,“ sagði Eyjólfur við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnununm og áttuðum okkur ekki á því að kantmennirnir voru að draga sig inn á miðjuna. Bakverðirnir komu upp í hvert einasta skipti og við lentum í því að hlaupa á milli manna. Það gengur aldrei - þá hleypurðu úr þér lungun og nærð aldrei tökum á leiknum.“ „Við ræddum þetta í hálfleiknum og það gekk ágætlega að laga þetta. Við þvinguðum þá til að spila inn á miðjuna þar sem við vorum mun þéttari. Þar gátum við unnið boltann og sótt hratt á þá. Ég hafði í raun litlar áhyggjur af varnarleiknum okkar í síðari hálfleik og vissi að við myndum skora. Við fáum alltaf færi til þess, enda með góða skotmenn í liðinu og með bolta sem svífur.“' Eyjólfur hafði sagt fyrir leik að lögð yrði áhersla á að sækja upp kantana. „Það gekk ekki upp. Enda settu þeir það mikla pressu á okkur að þetta voru alltaf mjög löng hlaup upp kantana. Þeir tvöfölduðu líka alltaf á þá - í hvert einasta skipti. Það eina sem við gátum gert í því var að finna framherjinn í lappirnar en það gerðum við bara ekki.“ Hann segir ekki hafa hugsað um framhaldið en merkir tímar eru framundan hjá liðinu. „Ég vildi ekki vera það hrokafullur að hugsa eitthvað um það. Ég er fyrst og fremst stoltur af þessum strákum. En við erum ekki búnir. Við ætlum að halda áfram að skrifa kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu. Ég hef mikla trú á þessu liði enda er það enn á uppleið. Það er alveg með ólíkindum hvað strákarnir hafa tekið miklum framförum á ekki lengri tíma.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum nú að fara að keppa við sjö bestu lið Evrópu í þessum aldursflokki - ef ekki heimsins. Árangurinn hefur þegar vakið mikla athygli og ég hef oft verið spurður að því hvernig standi á þessu. Hvernig standi á því að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona áfanga.“ „Staðreyndin er sú að við höfum ekki úr mörgum að velja. Við erum 300 þúsund manns, þar af eru helmingur konur. Svo eigum við líka fullt af góðum handboltamönnum sem gerir þetta enn ótrúlegra. Þetta hlýtur bara að vera eitthvað í blóðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn brosandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira