Birgir Leifur: Rosalega stutt á milli fuglasöngs og skollanna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. júlí 2010 08:15 Birgir Leifur á teig í gær. Mynd/Valur Jónatansson Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. Birgir fékk fugl á átjándu holunni. „Þetta var ekkert pressupútt fyrir vallarmetinu, ég hafði ekki hugmynd á hverju Sigurpáll eða neinn annar hefði verið að spila. Mér fannst ég eiga fuglinn inni þar sem ég missti stutt pútt fyrir fugli á sautjándu. Ég var því ákveðinn í að ná fugli," sagði Birgir sem var ekki alveg nógu sáttur við höggin með járnunum í gær. „Annars gekk nánast allt upp hjá mér. Ég byrjaði mjög vel og var á þremur undir eftir fjórar holur. Ég vippaði í á fjórðu holu en ég missti líka nokkur tækifæri. Heilt yfir spilaði ég nokkuð stöðugt," sagði Birgir. Heillandi landslagið í Kiðjaberginu getur líka verið hreint helvíti. „Það er rosalega stutt á milli fugla og skolla á þessum velli og það getur allt gerst. Maður verður að halda sér frá vandræðunum. Ég vippaði og púttaði mjög vel en skorið hefði ekki mátt vera verra miðað við spilamennskuna. Hann var á leiðinni upp í fjölskyldusumarbústað nálægt vellinum þegar Fréttablaðið talaði við hann en þar dvelur Birgir yfir mótið. „Það má nánast segja að Kiðjabergið sé hálfgerður heimavöllur," sagði Birgir og kímdi. „Ég hef stundum spilað hérna en ekki mikið í sumar." Planið hjá Birgi var að grilla með Sigurpáli í gærkvöldi. „Það er alltaf létt yfir þessu og það er gaman að hittast, það gerist ekkert of oft. Við erum hér allir í mesta bróðerni þrátt fyrir að það sé hörku keppni sem mun lifa fram á síðustu holu á sunnudag," segir Birgir. Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson setti glæsilegt vallarmet á Kiðjabergsvelli í gær. Hann lék hringinn á 68 höggum, þremur undir pari. Búið er að setja upp hvíta teiga í fyrsta skipti í sögu vallarins og því féll vallarmetið sem Hlynur Geir Hjartarson setti á mánudaginn fyrst fyrr um daginn þegar Sigurpáll Geir Sveinsson skilaði skorkorti upp á 69 högg í hús. Birgir fékk fugl á átjándu holunni. „Þetta var ekkert pressupútt fyrir vallarmetinu, ég hafði ekki hugmynd á hverju Sigurpáll eða neinn annar hefði verið að spila. Mér fannst ég eiga fuglinn inni þar sem ég missti stutt pútt fyrir fugli á sautjándu. Ég var því ákveðinn í að ná fugli," sagði Birgir sem var ekki alveg nógu sáttur við höggin með járnunum í gær. „Annars gekk nánast allt upp hjá mér. Ég byrjaði mjög vel og var á þremur undir eftir fjórar holur. Ég vippaði í á fjórðu holu en ég missti líka nokkur tækifæri. Heilt yfir spilaði ég nokkuð stöðugt," sagði Birgir. Heillandi landslagið í Kiðjaberginu getur líka verið hreint helvíti. „Það er rosalega stutt á milli fugla og skolla á þessum velli og það getur allt gerst. Maður verður að halda sér frá vandræðunum. Ég vippaði og púttaði mjög vel en skorið hefði ekki mátt vera verra miðað við spilamennskuna. Hann var á leiðinni upp í fjölskyldusumarbústað nálægt vellinum þegar Fréttablaðið talaði við hann en þar dvelur Birgir yfir mótið. „Það má nánast segja að Kiðjabergið sé hálfgerður heimavöllur," sagði Birgir og kímdi. „Ég hef stundum spilað hérna en ekki mikið í sumar." Planið hjá Birgi var að grilla með Sigurpáli í gærkvöldi. „Það er alltaf létt yfir þessu og það er gaman að hittast, það gerist ekkert of oft. Við erum hér allir í mesta bróðerni þrátt fyrir að það sé hörku keppni sem mun lifa fram á síðustu holu á sunnudag," segir Birgir.
Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti