Alonso vill verðlaun á heimavelli 24. júní 2010 14:49 Fernando Alonso á blaðamannafundi FIA í dag í Valencia á Spáni. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina, en þá fer níunda mót ársins fram. Brautin er á hafnarsvæðinu í Valencia og telst í raun götubraut. "Vonandi getum við sýnt sömu frammistöðu og í Montreal, en þar vorum við að berjast við McLaren og Red Bull. Við vorrum ekki nógu fljótir í Tyrklandi í mótinu á undan, en vonandi getum við staðfest árangurinn í Kanada og náð á verðlaunapall", sagði Alonso í samtali við blaðamenn. Frá þessu er greint á autosport.com í dag. Ferrari mætir með nýjan búnað sem eykur loftflæðið um afturvænginn. "Ég tel að við höfum bætt bílinn mót frá móti og þetta er bara spurning hvað keppinautarnir gera líka. Nýjungarnar virðast virka og við erum bjartsýnir. Við mætum á brautina með góðan bíl og gætum þess að vera á jörðinni með væntingar." "Liðsmanna annarra liða hafa ekki við að horfa á sjónvarpið síðustu vikur. Það eru allir á fullu með nýjungar og vonandi eru okkar betri en hinna. Svörin fást á á föstudagsæfingum, en við búumst við framförum." Sýnt verður frá föstudagsæfingum á Stöð 2 Sport kl. 19:30. Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavelli á Valencia brautinni á Spáni um helgina, en þá fer níunda mót ársins fram. Brautin er á hafnarsvæðinu í Valencia og telst í raun götubraut. "Vonandi getum við sýnt sömu frammistöðu og í Montreal, en þar vorum við að berjast við McLaren og Red Bull. Við vorrum ekki nógu fljótir í Tyrklandi í mótinu á undan, en vonandi getum við staðfest árangurinn í Kanada og náð á verðlaunapall", sagði Alonso í samtali við blaðamenn. Frá þessu er greint á autosport.com í dag. Ferrari mætir með nýjan búnað sem eykur loftflæðið um afturvænginn. "Ég tel að við höfum bætt bílinn mót frá móti og þetta er bara spurning hvað keppinautarnir gera líka. Nýjungarnar virðast virka og við erum bjartsýnir. Við mætum á brautina með góðan bíl og gætum þess að vera á jörðinni með væntingar." "Liðsmanna annarra liða hafa ekki við að horfa á sjónvarpið síðustu vikur. Það eru allir á fullu með nýjungar og vonandi eru okkar betri en hinna. Svörin fást á á föstudagsæfingum, en við búumst við framförum." Sýnt verður frá föstudagsæfingum á Stöð 2 Sport kl. 19:30.
Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira