Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira