Körfubolti

Keflavíkurkonur áfram með fullt hús eftir stórsigur á Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir skoruðu saman 32 stig í kvöld.
Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir skoruðu saman 32 stig í kvöld. Mynd/Daníel
Kvennalið Keflavíkur vann 30 stiga sigur á Haukum í lokaleik fimmtu umferðar Iceland Express deildar kvenna í kvöld og er búið að vinna alla leiki sína eins og lið Hamars úr Hveragerði.

Keflavík hafði mikla yfirburði í leiknum eins og í flestum leikjum sínum að undanförnu og var komið í 21-8 eftir fyrsta leikhlutann. Keflavík var síðan 40-23 yfir í hálfleik.

Bryndís Guðmundsdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík með 18 stig, Birna Valgarðsdóttir skoraði 15 stig og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Jacquline Adamshick voru báðar með 14 stig.

Íris Sverrisdóttir skoraði 11 stig fyrir Hauka og var sú eina sem tókst að brjóta tíu stiga múrinn í leiknum.

Keflavíkurkonur hafa unnuð þrjá síðustu leiki sína með samtals 140 stiga mun eða með 46,7 stigum að meðaltali. Þetta eru sigurleikir á Snfæelli (118-62, +56). Fjölni (93-39, +54) og Haukum (79-39, +30).

Keflavík-Haukar 79-49 (21-8, 19-15, 20-15, 19-11)

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/8 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/3 varin skot, Jacquline Adamshick 14/10 fráköst/5 stolnir/3 varin skot, Rannveig Randversdóttir 8, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Sigrún Albertsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 2.

Haukar: Íris Sverrisdóttir 11, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 5, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 4, Sara Pálmadóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Helga Jónasdóttir 1/10 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×