Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, úthlutaði í dag 60 milljónum króna í afreksstyrki fyrir árið 2010.
Handboltalandslið karla fær hæsta styrkinn að þessu sinni eða 10 milljónir vegna þáttöku sinnar á EM í Austurríki.
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir er eini íþróttamaðurinn á A-styrk en tveir nýir aðilar fá B-styrk í ár.
Það eru skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson og frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Nánar má kynna sér úthlutanirnar hér.