Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 16:41 John Isner, til vinstri, og Nicolas Mahut eftir lengstu tennisviðureign sögunnar. Nordic Photos / Getty Images 70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals). Erlendar Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals).
Erlendar Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira