Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 16:41 John Isner, til vinstri, og Nicolas Mahut eftir lengstu tennisviðureign sögunnar. Nordic Photos / Getty Images 70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals). Erlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals).
Erlendar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum