Segja mikilvægt að ræða peningamálin 28. desember 2010 06:00 Gylfi Arnbjörnsson ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira