Það var fínasta stemning í Laugardalnum í dag þegar KKÍ veitti verðlaun fyrir síðari hlutann í Iceland Express-deild karla.
KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson og Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, voru valdir bestir í síðari hlutanum og fleiri verðlaun voru veitt.
Einnig var fundurinn notaður til þess að minna á úrslitakeppnina sem hefst á fimmtudaginn.
Anton Brink Hansen, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og tók myndir af verðlaunahöfum.
Hægt er að sjá afraksturinn í albúminu hér að neðan.