Þór/KA komst upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna með 5-1 sigri á FH í kvöld.
Norðanstúlkur skoruðu strax í upphafi leiksins, þar var að verki Vesna Smiljkovic. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu þær Danka Podovac og Mateja Zver sitthvort markið og skömmu síðar minnkaði Aldís Kara Lúðvíksdóttir muninn fyrir FH.
Aldís fékk svo rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks áður en Þór/KA bætti tveimur mörkum við, það fyrra skoraði Danka en það síðara var sjálfsmark.
