Karla og kvenna-lið Keflavíkur í körfuboltanum ætla að undirbúa sig fyrir tímabilið í Iceland Express deildunum í vetur með því að fara bæði í æfingaferð til Danmerkum um næstu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Meistaraflokkar Keflavíkur taka þarna þátt í æfingamóti SISU, Gentofte Invitaional 2010. Þar munu liðin leika gegn sterkum liðum frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi.
Karlaliðið leikur þrjá leiki, mætir SISU og Svendborg Rabbits frá Danmörku og Borås frá Svíþjóð.
Kvennaliðið leikur fjóra leiki, gegn SISU, Ulriken Elite frá Noregi og Mark og Solna frá Svíþjóð. Hrannar Hólm er þjálfari kvennaliðs SISU og var valin þjálfari ársins í kvennadeildinni í fyrra.
Keflavíkurliðin á leiðinni til Danmerkur um næstu helgi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

