Friður og frjáls viðskipti Einar Benediktsson skrifar 14. júlí 2010 06:00 Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt meginþema Evrópusögunnar í aldanna rás voru árekstrar og styrjaldarátök grannríkja. Ósætti Frakka, Þjóðverja og Breta veldur ægilegum Evrópustyrjöldum á tuttugustu öld. Ekki ber að gleyma því hvað Íslendingar máttu líða vegna ófriðar á hafinu. Allir gátu fagnað því markmiði Rómarsamnings sexveldanna frá 1957 að sætta erfðafjendur með það nánu ríkjasamstarfi að hernaðarátök yrðu úr sögunni. Efnt var til tollabandalags og margvíslegs frekara samstarfs en frjálsra vöruviðskipta. Úr þessu varð í mörgum áföngum Evrópusamband nútímans með 27 aðildarríkjum. Á fyrra tímaskeiði var þetta samstarf hvatinn að stofnun EFTA. Þótt Íslendingar væru fyrst eftirbátar um að koma á viðskiptafrelsi, urðum við þátttakendur með aðildinni að EFTA 1970 sem tengdi okkur við samrunaferlið í Evrópu. Síðasta stóra skrefið var aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, stundum kallað aukaaðild að ESB. Skoðanakannanir eru mjög í tísku nú til dags og sífellt klifað á stefnubreytingu sem þær boði. Aðildin að NATO, EFTA og EES voru allt annað en ljúf viðfangsefni gagnvart almenningsálitinu. Þá var það Sjálfstæðisflokkurinn, kjölfestan við að marka stefnuna í utanríkismálum, sem tók slaginn. Eins og fyrri daginn blæs nú nokkuð á móti varðandi viðhorf Íslendinga um samstarf við aðrar þjóðir. Vafalaust hafa hrunið og Icesave-deilan við Breta og Hollendinga haft sín áhrif á skoðanir fólks í Evrópumálum. Þess ber að gæta, að gert er ráð fyrir að Ísland fari úr kreppunni á næsta ári enda glæðist hagvöxturinn fyrir áramót. Og ætti ekki Icesave-deilan að leysast þegar fyrir liggur að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar? Hagræði þess að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu er bættur efnahagslegur stöðugleiki í myntbandalagi, en að sjálfsögðu að því tilskildu að um semjist varðandi sérmál okkar, einkum sjávarútvegsmálin. Evrópusamvinnan heldur sínu fulla gildi sem varanlegur kostur og nú er framundan að ljúka aðildarsamningi okkar og leggja fyrir þjóðina. Fráleitt væri að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Sagan endurtekur sig varðandi Evrópumálin. Það var hart barist á vettvangi íslenskra stjórnmála um aðild Íslands að EFTA fyrir röskum 40 árum. Þeim sem þetta ritar er minnisstætt þegar sú aðild var samþykkt á Alþingi síðla árs 1969 með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og þriggja þingmanna Alþýðubandalags. Við Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem höfðum unnið að þeim samningum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptaráðherra, vorum viðstaddir á Alþingi þá stundina. Gylfi mælti fyrir aðildinni og þegar Bjarni Benediktsson hafði talað fyrir hönd Sjálfstæðismanna mátti skynja að málið var útrætt. En stuðningur Alþýðubandalagsmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar var þýðingarmikill og ekki síst vegna þess, að Jón Baldvin Hannibalsson hóf þá farsæla þátttöku í Evrópuumræðunni með setu í undirbúningsnefndinni að EFTA aðildinni. Það varð strax sátt um aðildina að EFTA. Á árunum 1970-1976 sem höfundurinn var fastafulltrúi hjá EFTA voru það viðskiptaráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason, Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson sem þar höfðu forsvar um þátttöku Íslands og allir gerðu það skörulega á ráðherrafundunum tvisvar á ári. Tveir þeirra voru þó ekki hlynntir aðild í upphafi. Þeim fækkar sem eru á lífi og stóðu að samningnum um inngönguna í EFTA. Þess er minnst hversu þýðingarmikið það var að hafa tryggan pólitískan stuðning á heimavettvangi þrátt fyrir óróleika í umræðunni. En það er einmitt þetta sem á við nú þegar við gerum út meistaralið til samninga um ESB aðild. Alþingi samþykkti að leita aðildar að ESB og þeir samningar eru að hefjast. Ætla þá einhverjir að sitja með hendur í skauti í stað þess að styðja okkar lið á þeim mikla vettvangi samninga sem nú er framundan? Ég hef þá trú að þar megi vel takast til og Íslendingar njóti aðildar í margvíslegu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun