Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers enn einn sigurinn í nótt þegar hann skoraði sigurkörfuna í 109-107 sigri á Toronto Raptors. Þetta var sjötta sigurkarfa Kobe á tímabilinu þar af sú fjórða á árinu 2010.
Kobe Bryant hefur hitt úr hverju ótrúlega skotinu á fætur öðru á þessu tímabili er fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besta leikmann NBA-sögunnar þegar kemur að komast í og klára gott skot á lokasekúndum leikjanna.
Kobe Bryant hefur alls skorað 25 sigurkörfur á ferli sínum í NBA-deildinni þar af þrjár þeirra í úrslitakeppninni. Þetta þýðir að 6 af 25 sigurkörfum hafa komið á þessu tímabili sem gerir 24 prósent úrslitakarfa hans.
Það má sjá hér myndbönd með öllum þessum sigurkörfum Kobe sem eru síðan taldar upp hér fyrir neðan.
Sigurkörfur Kobe Bryant á þessu tímabili:
4.12.2009
Los Angeles Lakers-Miami Heat 108-107
- Skoraði þriggja stiga körfu yfir Dwyane Wade um leið og klukkan rann út.
16.12.2009
Milwaukee Bucks-Los Angeles Lakers 106-107
- skoraði tveggja stiga körfu um leið og tíminn rann út eftir að hafa skorað öll sjö stig Lakers-liðsins síðustu 1:18 í leiknum.
1.1.2010
Los Angeles Lakers-Sacramento Kings 109-108
- skoraði með þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út
31.1.2010
Boston Celtics-Los Angeles Lakers 89-90
- skoraði sigurkörfuna þegar 7,3 sekúndur voru eftir af leiknum
23.2.2010
Memphis Grizzlies-Los Angeles Lakers 98-99
- skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,3 sekúndur voru eftir af leiknum.
9.3.2010
Los Angeles Lakers-Toronto Raptors 109-107
- skoraði sigurkörfuna þegar 1,9 sekúnda var eftir af leiknum
Fjórða sigurkarfa Kobe Bryant á árinu 2010 - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn



„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

„Þetta er ekki búið“
Fótbolti
Fleiri fréttir
