Að ala upp barn 27. janúar 2010 06:00 Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir skrifar um uppeldismál Foreldrahlutverkið er án ef mikilvægast hlutverk okkar sem því gegnum. Að vita muninn á réttu og röngu er ekki nóg heldur þurfum við að finna leiðir til að skapa hverjum einstaklingi tækifæri til að þroskast og verða gegn samfélagsþegn. Hverju barni fylgir 18 ára ábyrgð því foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. Skólar og leikskólar hafa á undanförnum árum tekið að sér stærri hluta af uppeldi barna og lýsir það fyrst og fremst breyttum aðstæðum í samfélaginu. En þó skólar beri mikla ábyrgð á börnum þessa samfélags þá þýðir það ekki að ábyrgð okkar foreldra minnki. Þeim mun mikilvægara er að samstarf þessara aðila sé gott. Foreldrar eiga að vera hluti af skólasamfélaginu. Með öflugu og góðu samstarfi skóla, heimilis og tómstundastarfs getum við byggt upp sterkari einstaklinga til framtíðar. Það að foreldrar séu í virku og góðu samstarfi við kennara og aðra starfsmenn skólanna er ekki nægjanlegt. Einnig er mikilvægt að foreldrar þekkist sín á milli og geti rætt saman ef eitthvað kemur upp á. Samband bekkjakennara og foreldra þarf að vera gott þannig að kennari finni fyrir stuðningi hjá foreldrum og öfugt. Öflugt foreldrastarf hefur jafnframt mikið forvarnagildi og tryggir ákveðnari ramma utan um uppeldi barna og unglinga, til dæmis hvað varðar útivistartíma, tölvunotkun, sjónvarpsáhorf og fleira. Foreldrar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þróun skólastarfs og þurfa að eiga fulltrúa í stjórnun skólanna. Með nýjum menntalögum er búið að festa þetta í sessi en þar kemur fram að foreldrar skuli eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í skólaráði hvers skóla. Mikilvægt er að skólaráð taki virkan þátt í mótun og uppbyggingu skólastarfsins og að það hafi raunveruleg áhrif á stefnu og þróun skólans en sé ekki vettvangur til þess eins að gefa upplýsingar um það sem þegar hefur verið ákveðið. Skólar og leikskólar landsins standa frammi fyrir mjög krefjandi verkefni. Á síðustu árum hefur gæði skólastarfs aukist svo um munar og því hefur fylgt aukið fjármagn. Nú er staðan sú að allir skólar á landinu þurfa að hagræða verulega en á sama tíma er gerð krafa um að þjónusta við börnin sé skert sem minnst. Við þessar aðstæður er mikilvægt sem aldrei fyrr að foreldrar séu með í ráðum og að fulltrúi foreldra taki virkan þátt í því að móta tillögur að hagræðingu. Foreldrar eru auðlind í skólastarfinu og nauðsynlegt er að nýta þá auðlind með skynsamlegum hætti. Höfundur situr í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun