Það kemur kannski ekki á óvart en orðið "Love" er hvorki meira né minna en 2% af þeim 12.299 orðum sem sungin hafa verið af sigurvegurunum (og þá eru orð á borð við "I og and undanskilin).
Blaðamennirnir settu öll orðin síðan inn í forrit sem finna má á vefsíðunni Wordle og þá fengu þeir út mynd þar sem niðurstöðurnar eru sýndar myndrænt í skýi. Yfirburðir "Love" fara ekki milli mála. Þess má geta að Hera Björk syngur "Love" tvisvar í lagi sínu.
Nokkur orð komu á óvart, til dæmis "Hallelujah" en þar er trúarlegum lofsöngi Ísrael frá 1979 helst að þakka. Þá má ekki gleyma framlagi finnsku rokksveitarinnar Lordi, sem sungu öllu þyngri lofsöng, "Hard Rock Hallelujah", árið 2006.

Þegar lögin í ár voru síðan sett inn í Wordle-forritið kom "Love" einnig sterkt inn. Þar er Þýskaland fremst í flokki en orðið er sagt 26 sinnum í laginu Satellite. Serbía á síðan til dæmis heiðurinn af orðinu Balkan í orðaskýinu en Hera á Je, Ne, Sais og Quais skuldlaust.