Körfubolti

Njarðvíkurkonur burstuðu Fjölni í Ljónagryfjunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék með Njarðvík í kvöld.
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék með Njarðvík í kvöld. Mynd/Stefán
Njarðvík vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 40 stiga sigur á Fjölni, 90-50, í lokaleik þriðju umferðar í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Njarðvík var 20-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann og var komið með 19 stiga forskot í hálfleik, 42-23. Njarðvík stakka síðan af í þriðja leikhlutanum sem liðið vann 31-13.

Njarðvík hefur þar með unnuð tvo leiki í röð en liðið fylgdi þarna vel á eftir sigri sínum í Stykkishólmi á dögunum. Dita Liepkalne og Shayla Fields voru í aðalhlutverkum hjá Njarðvík en Ína María Einarsdóttir átti einnig góðan leik.

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék sinn fyrsta leik með Njarðvík á tímabilinu en hún er að koma til baka eftir barnsburð. Ingibjörg lék í tæpar 12 mínútur, skoraði ekki en var með 4 fráköst og 2 stoðsendingar.



Njarðvík-Fjölnir 90-50 (42-23)


Stig Njarðvíkur: Dita Liepkalne 22/9 fráköst, Shayla Fields 18/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 13, Ólöf Helga Pálsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Eyrún Líf Sigurðardóttir 9, Heiða Valdimarsdóttir 8/6 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2/6 fráköst, Dagmar Traustadóttir 2, Erna Hákonardóttir 1, Anna María Ævarsdóttir 1, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 0/4 fráköst.

Stig Fjölnis: Margareth McCloskey 22/9 fráköst, Inga Buzoka 10/8 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6, Erla Sif Kristinsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×