Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli 14. nóvember 2010 00:01 Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull og Martin Whitmarsh ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Það hefur aldrei gerst í 60 ára sögu Formúlu 1 að fjórir ökumenn hafi átt möguleika í síðustu keppni ársins á titli. Síðan getur Sebastian Vettel orðið yngsti ökumaður sögunnar og tekið þá nafnbót af Lewis Hamilton hjá McLaren frá árinu 2008. "Þetta getur orðið einn mesti spennutryllir í sögu Formúlu 1 og ég er viss um að áhorfendur á staðnum og sjónvarpsáhorfendur verða allir á nálum. Þetta gæti orðið afar dramatísk íþróttakeppni", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu, Hamilton við hlið hans, þá koma Fernando Alonso á Ferrari, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Fjórir af fimm þeirra eiga möguleika á titlinum, en ekki Button. "Lewis og Jenson ók stórvel í tímatökunni og Hamilton tapaði fremsta stað á ráslínu með örfáum sekúndubrotum og það eru nokkur vonbrigði. Hann hefur aðeins eitt markmið, sigur og 25 stig. Hann varður með samkeppnisfæran bíl og verður í standi til að ná árangri. Þá gæti Jenson náð góðum árangri og tryggt McLaren annað sætið í keppni bílasmiða", sagði Whitmarsh. Bein útsending frá kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag er í beinni útsendingu kl. 12.30 á sunnudag og þátturinn Endamarkið fylgir í kjölfarið, þar sem farið verður yfir allt sem gerðist í mótinu og það sem er framundan 2011.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira